Sætir áfram gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur
Hæstiréttur mbl.is/Golli

Hæstiréttur féllst á kröfu ákæruvaldsins um að maður sem er grunaður um endurtekin brot á nálgunarbanni, þjófnað og hótanir í garð lögreglumanns sæti áfram gæsluvarðhaldi allt til föstudagsins 16. júní 2017.

Kærður var úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur 23. febrúar 2017, þar sem hafnað var kröfu sóknaraðila um að varnaraðila verði gert að sæta áfram gæsluvarðhaldi á meðan áfrýjunarfrestur varir. 

Segir í dómi Hæstaréttar að ekkert sé því til fyrirstöðu að ákærandi geti krafist þess í einu lagi að sakborningur verði úrskurðaður í gæsluvarðhald meðan á áfrýjunarfresti stendur og meðan mál hans er til meðferðar í Hæstarétti, komi til þess að að héraðsdómi verði áfrýjað í tæka tíð.

Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa:

  • hótað að „stúta“ lögreglumanni á lögreglustöðinni á Hverfisgötu
  • komið ítrekað inn á heimili barnsmóður sinnar þrátt fyrir nálgunarbann og stolið munum úr húsinu
  • veist að barnsmóður sinni að börnunum viðstöddum
  • stolið vörum úr matvöruverslun og apóteki
  • keyrt undir áhrifum amfetamíns
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert