Snjókoma fram eftir morgni

Skyggnið er slæmt á höfuðborgarsvæðinu.
Skyggnið er slæmt á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Styrmir Kári

Spáð er suðaustan og austan 18 til 23 metrum á sekúndu og talsverðri snjókomu eða slyddu sunnan til framan af morgni en lægir síðan og rofar til.

Mun hægari vindur verður vestanlands en einnig verður talsverð snjókoma þar. Hvessir fyrir norðan, 15 til 23 metrar á sekúndu og snjókoma eða slydda þar undir hádegi, hvassast úti við sjóinn.

Að sögn Veðurstofu Íslands lægir norðaustan til og rofar til í kvöld. Áfram verður hvasst og ofankoma allra nyrst og á Vestfjörðum fram á nótt. Hiti verður í kringum frostmark.

Norðaustan 10 til 15 metrar á sekúndu og él eða dálítil snjókoma verður á morgun en bjartviðri suðvestan til og kólnar í veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert