Kynjaverur á kreiki

Krakkar örkuðu Laugaveg í leit að sælgæti.
Krakkar örkuðu Laugaveg í leit að sælgæti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það mátti sjá ýmsar verur skjótast um snemma í morgun og flestar þeirra virtust stefna á búðir eða fyrirtæki þar sem hægt væri að syngja og fá nammi í staðinn á öskudaginn.

Ösku­dag­ur er upp­hafs­dag­ur löngu­föstu, miðviku­dag­ur­inn í 7. viku fyr­ir páska. Ösku­dag­ur kem­ur fyr­ir í ís­lensk­um hand­rit­um frá 14. öld og leiða má lík­um að því að það sé enn eldra. Þar má sjá að dag­ur­inn gegn­ir sama hlut­verki hér og í öðrum kat­ólsk­um sið í Evr­ópu, hann er dag­ur iðrun­ar fyr­ir gjörðar synd­ir.

Krakkar um allt land hafa sungið og fengið nammi og vænta má þess að nammið sé búið í mörgum búðum.

Það er mikið glens og gaman á öskudaginn.
Það er mikið glens og gaman á öskudaginn. mbl.is/Kristinn Magnússon
Krakkar reyna að velja bestu molana.
Krakkar reyna að velja bestu molana. mbl.is/Kristinn Magnússon
Krakkar á Dalvík létu sitt ekki eftir liggja.
Krakkar á Dalvík létu sitt ekki eftir liggja. Ljósmynd/Facebook-snjallposi
Rokkarar og trúðar sungu sig hása á Akureyri.
Rokkarar og trúðar sungu sig hása á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Knattspyrnukappar og súmóglímukappi sungu á Akureyri.
Knattspyrnukappar og súmóglímukappi sungu á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Þessir hafa væntanlega bara sungið kirkjusálma.
Þessir hafa væntanlega bara sungið kirkjusálma. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Þórhallur Jónsson og Inga Vestmann í Pedromyndum á Akureyri brugðu …
Þórhallur Jónsson og Inga Vestmann í Pedromyndum á Akureyri brugðu á leik. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Skýr skilaboð.
Skýr skilaboð. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Gosdrykkjasjálfsalar þurfa líka nammi.
Gosdrykkjasjálfsalar þurfa líka nammi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Gleðin skein úr hverju andliti.
Gleðin skein úr hverju andliti. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Fáni á ferð í miðbænum.
Fáni á ferð í miðbænum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Það er sterkur leikur að taka með sér poka til …
Það er sterkur leikur að taka með sér poka til að geyma nammið. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert