Greiðfært víðast hvar

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegir eru að mestu greiðfærir á Suður- og Vesturlandi en hálkublettir eru á Fróðárheiði og í Svínadal. Á Vestfjörðum er víða hálka eða hálkublettir, einkum á fjallvegum. 

Það er víðast greiðfært á Norður- og Austurlandi en hálkublettir eru á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og hálka á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Greiðfært er á Suðausturlandi, segir á vef Vegagerðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert