Þarf að greiða 317 milljónir króna

mbl.is/Þórður

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að Þorsteinn Hjaltasted beri að greiða Landsbanka Íslands tæplega 317 milljónir króna auk vaxta vegna yfirdráttar á myntveltureikningum. Hann var ennfremur dæmdur til þess að greiða eina milljón króna í málskostnað fyrir Hæstarétti.

Frétt mbl.is: Dæmdur til að greiða 317 milljónir

Landsbanki Íslands byggði á því að Þorsteinn hefði stofnað þrjá myntveltureikninga með yfirdráttarheimild árið 2007 og yfirdregið þá sem nam umræddri fjárhæð. Þorsteinn byggði vörn sína í aðalsök á því m.a. að hann hefði ekki sótt um yfirdráttarheimildina og það hefði verið Landsbanki Íslands sem hefði yfirdregið reikning hans án samþykkis. 

Hæstiréttur féllst ekki á það með Þorsteini að Landsbanki Íslands hefði einhliða yfirdregið myntveltureikninga með ólögmætum hætti og án heimildar. Meðal annars með vísan til þess að Þortseinn hefði sýnt af sér stórfellt tómlæti með því að hafa ekki gert athugasemdir við bankann fyrr en tæpum sjö árum eftir stofnun reikningana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert