Hvattir til að láta vita af sér

Utanríkisráðuneytið hvetur þá Íslendinga sem voru á tón­leik­un­um til þess …
Utanríkisráðuneytið hvetur þá Íslendinga sem voru á tón­leik­un­um til þess að láta ætt­ingja vita af sér. mbl.is/Hjörtur

Ut­an­rík­is­ráðuneytið hef­ur ekki fengið nein­ar til­kynn­ing­ar um að Íslend­ing­ar hafi verið á meðal þeirra sem lét­ust eða særðust í árás sjálfsvígsmanns á tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariana Grande í Manchester Ar­ena tónleikahöllinni í Manchester í Bretlandi í gærkvöldi.

22 létust í árásinni, þeirra á meðal börn, og 59 hafa fengið aðhlynningu við sárum sínum á sjúkrahúsum borgarinnar.

Mbl.is hefur birt viðtöl við tvo af þeim Íslendingum sem voru á tónleikunum, en utanríkisráðuneytið hvetur þá sem voru á tón­leik­un­um til þess að láta ætt­ingja vita af sér. Til að mynda með texta­skila­boðum eða í gegn­um sam­fé­lags­miðla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert