Jafnvel von á eldingum síðdegis

AFP

Fremur hæg vestlæg átt á landinu næstu daga. Skýjað og smáskúrir um landið vestanvert og hiti í kringum 10 stig. Bjartara yfir fyrir austan og allt að 17 stiga hiti þegar best lætur, en þar má búast við vaxandi skúramyndun þegar líður á daginn með allgóðum skúraklökkum síðdegis og jafnvel stöku eldingum, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Um helgina nálgast lægð landið úr suðri með austan- og norðaustanáttum og vætu, einkum suðaustan til á landinu.

Veðurspá fyrir næstu daga

Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt, en heldur hvassara við suðausturströndina fram á kvöld. Skýjað og smáskúrir, en skýjað með köflum fyrir austan og skúrir, einkum síðdegis. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast austanlands.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt, víða 3-8 m/s. Skýjað og yfirleitt þurrt, en bjart með köflum A-til. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á A-verðu landinu.

Á föstudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 og skúrir á víð og dreif, einkum síðdegis. Hiti yfirleitt 9 til 15 stig. Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna suðvestan til um kvöldið.

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið vestanlands. Áfram fremur milt í veðri.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðlæga átt, sums staðar skúrir og kólnandi veður, einkum norðan til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert