John Snorri er lagður af stað

John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað í leiðangurinn á topp fjallsins K2 sem er talið eitt það hættulegasta í heimi. Takist honum ætlunarverkið verður hann fyrstur Íslendinga til að klífa fjallið. Aðeins 240 manns hafa komist á topp fjallsins og 29 prósent þeirra sem reyna það láta lífið.

John Snorri hefur í tvær vikur beðið átekta í grunnbúðum fjallsins eftir því að geta haldið af stað. Það tekur fjóra daga að ná toppi fjallsins ef allt gengur að óskum. Enginn hefur náð að komast á toppinn síðan 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert