57 milljónir fyrir 26 daga leigu

Breiðafjarðarferjan Baldur á leið inn til Stykkishólms.
Breiðafjarðarferjan Baldur á leið inn til Stykkishólms. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Vegagerðin greiddi Sæferðum rúmar 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri þegar hún leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds.

Nú er leitað á ný eftir afleysingarskipi fyrir Herjólf sem þar að stoppa vegna upptektar á gír. Gert er ráð fyrir því að sú viðgerð taki tæpar þrjár vikur. Ekki hefur enn fundist afleysingarskip en Hreinn Haraldsson sagði í viðtali við Eyjar.net að miðað hefur verið við síðari hluta september.

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum minntu á það í vor að ekki komi til greina að fengið sé afleysingarskip fyrir Herjólf sem ekki hefur heimild til siglinga í Þorlákshöfn en eins og kunnugt er hafði Baldur einungis leyfi til þess að sigla í Landeyjahöfn og var því bundinn við bryggju þegar ófært var þangað.

Greiddar voru 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni …
Greiddar voru 57 milljónir fyrir 26 daga leigu á ferjunni Baldri sem leysti Herjólf af í vor vegna viðhalds. Nú er leitað á ný eftir afleysingarskipi fyrir lok september. ljósmynd/Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert