Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

Leynivopn Landhelgisgæslunnar klippti á togvíra erlendra togara í þorskastríðunum. Sjóminjasafnið …
Leynivopn Landhelgisgæslunnar klippti á togvíra erlendra togara í þorskastríðunum. Sjóminjasafnið í Hull fær nú klippur til eignar. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september.

Hátt í 40 manna hópur sem inniheldur félaga í Öldungaráði Landhelgisgæslunnar og Hollvinasamtökum Óðins og fulltrúa Sjóminjasafnsins í Reykjavík og Reykjavíkurborgar, að meðtöldum ferðafélögum þeirra, fer til Hull í tilefni af afhendingunni.

„Við ætlum að færa þeim klippur,“ segir Gylfi Geirsson, formaður Öldungaráðs Landhelgisgæslunnar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. „Klippurnar eru komnar á safnið í Hull en ég mun afhenda þær formlega og halda smá tölu. Þar segi ég frá klippunum og útfærslum landhelginnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert