Læknar svari fyrir mikla ávísun

Mikið er um lyfjaávísanir til barna á Íslandi og eru …
Mikið er um lyfjaávísanir til barna á Íslandi og eru sum þeirra ekki ætluð börnum og geta beinlínis verið þeim varasöm. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis, segir barnalækna verða að svara fyrir mikla lyfjaávísun til ungra barna.

Almennt eru fleiri börn á leik- og grunnskólaaldri sem fá ávísuð tauga- og geðlyf hér á landi en meðal jafnaldra þeirra í Svíþjóð, Noregi og Danmörku.

„Mörg þessara lyfja eru ekki ætluð börnum,“ segir Ólafur B. í samtali við Morgunblaðið um þetta efni og vísar meðal annars í máli sínu til ópíóíða, sterkra verkjalyfja, en algengustu ópíóíðar meðal barna á leikskólaaldri eru Parkódín og SEM-mixtúra sem ekki eru ætluð börnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert