Örorku- og ellilífeyrisþegum fjölgar

Öryrkjar og aldraðir mótmæla við Alþingi.
Öryrkjar og aldraðir mótmæla við Alþingi. mbl.is/Golli

Elli- og örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað gríðarlega hjá Tryggingastofnun ríkisins á síðustu tveim áratugum. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um tæp 32% og örorkulífeyrisþegum um 129% frá árinu 1997 og fram til dagsins í dag.

Frá árinu 2009 hefur greiðsluþegum fjölgað um 10.500 manns en þeir eru nú 59.500 samkvæmt ársskýrslu stofnunarinnar fyrir árið 2016, en voru 49.000 manns árið 2009.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að fjármagn til reksturs Tryggingastofnunar hefur ekki aukist í samræmi við fjölda greiðsluþega en rekstrarkostnaður stofnunarinnar á hvern greiðsluþega hefur á sama tíma lækkað jafnt og þétt úr 34 þúsund kr. árið 2009 í tæpar 20 þúsund krónur árið 2016, eða um ríflega 40% á föstu verðlagi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert