Eldur í ruslagámi við hjúkrunarheimili

mbl.is/Hjörtur

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í ruslagámi við hjúkrunarheimilið Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Gámurinn var staðsettur undir þakskýli við hjúkrunarheimilið og voru eldtungur farnar að teygja sig í þakskýlið.

Nokkur reykur fór inn á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins, aðallega í eldhús og nærliggjandi herbergi. Ekki var þó talin þörf á að rýma hjúkrunarheimilið, en slökkviliðið sá um að reykræsta.

Ekki er vitað hvort kveikt var í gáminum, eða hvort neisti hafi leynst í einhverju þar sem svo hafi valdið eldinum. Málið er í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert