Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

Svavar byrjar daginn í morgunútvarpinu og starfar síðan sem hárgreiðslumaður …
Svavar byrjar daginn í morgunútvarpinu og starfar síðan sem hárgreiðslumaður seinni hluta dagsins mbl.is/Árni Sæberg

Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu.

„Það er að minnsta kosti þannig hjá mér og mínu fólki og þá finnst mér eins og jólatörnin sé bara byrjuð,“ segir Svavar í Morgunblaðinu í dag og bætir við að þetta sé breyting frá því sem áður var.

„Það eru afskaplega margir sem í gegnum tíðina hafa alltaf viljað koma í klippingu korter fyrir jól, til að vera fínir í jólaboðinu. En mér finnst eins og fólk sé farið að líta á aðventuna nánast eins og jólin. Þá eru jólatónleikar, jólahlaðborð, jólaskemmtanir í skólum hjá börnum og barnabörnum. Fólk er bara að njóta aðventunnar meira en áður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert