Finnst ljótu handritin áhugaverðust

Marjorie Curry Woods í miðju fögru handriti, sem stór mynd …
Marjorie Curry Woods í miðju fögru handriti, sem stór mynd er af á vegg Árnastofnunar. mbl.is/Eggert

Hún las Ódysseifskviðu Hómers barn að aldri og heillaðist. Hún veit ekkert skemmtilegra en að gramsa í útkrotuðum handritum sem flestir hafa engan áhuga á, af því þau eru talin vera ljót. Hún les á milli línanna í tilfinningar kennara og/eða nemenda sem birtast í glósum á spássíum miðaldahandrita.

„Örlögin höguðu því þannig að ég fékk áhuga á miðöldum þegar ég var krakki, í fimmta bekk grunnskóla. Það kom í raun til af því að ég var mikið veik þegar ég var barn og læknarnir sögðu að ef ég kæmist í gegnum einn vetur án þess að verða veik kæmist ég sennilega yfir veikindin. Svo ég dvaldi á Havaí í heilnæmu loftslagi í heilan vetur hjá ömmu og afa sem bjuggu þar.

Í skólanum þar kynntist ég Ódysseifskviðu Hómers og ég var alveg heilluð. Ég drakk þetta í mig og ég man það allt eins og gerst hafi í gær. Fyrir mér var þetta það áhugaverðasta sem ég hafði nokkurn tíma lesið. Án veikindanna hefði ég sennilega aldrei kynnst þessum frábæra söguheimi og væri eflaust að fást við eitthvað allt annað í dag,“ segir Marjorie C. Woods prófessor, bandarísk kona sem var stödd hér á landi fyrir skemmstu og hélt fyrirlestur í Norræna húsinu á afmælisdegi Árna Magnússonar. Þar sagði hún frá rannsóknum sínum og áhuga á ljótum handritum.

Sjá viðtal við Marjorie C. Woods í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert