Söfnun handa fjölskyldu Klevis lokið

Klevis Sula.
Klevis Sula.

Fjársöfnun til styrktar fjölskyldu Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn á Austurvelli fyrir rúmri viku, er lokið. Fjölskylda Klevis ætlar að flytja jarðneskar leifar hans heim til Albaníu og jarðsetja hann þar.

Greint var frá því á laugardag að vinir Klevis, sem var 20 ára þegar hann lést, stæðu fyrir söfnun til að létta undir með fjölskyldu hans. 

Opnuð hefur verið síða á Facebook þar sem Klevis er minnst. Hann ætlaði að hjálpa árásarmanninum á Austurvelli aðfaranótt sunnudagsins fyrir viku en var stunginn og lést af sárum sínum á föstudag.

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði við mbl.is fyrr í dag að rannsókn málsins gengi vel. Meintur árásarmaður er í gæsluvarðhaldi til 15. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert