Aldrei fleiri gestir með skemmtiferðaskipum

Fyrsta skemtiferðaskipið á árinu 2018 verður Magellan.
Fyrsta skemtiferðaskipið á árinu 2018 verður Magellan. mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyrir að vertíð skemmtiferðaskipa í Reykjavík á næsta ári verði sú umfangsmesta frá upphafi.

Alls er gert ráð fyrir því að hingað komi 68 skip, sem er einu færra en í ár, en farþegar verða umtalsvert fleiri. Komur skipanna verða 141 talsins en voru 133 í ár.

Farþegar sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur verða rétt tæplega 144 þúsund talsins en í ár voru þeir tæplega 127 þúsund. Í áhöfnum skipanna verða ríflega 62 þúsund manns. Þegar allt er talið koma því rúmlega 206 þúsund manns með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur á næsta ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert