Fá ekki að reisa vinnubúðir í Mosó

Svona áttu vinnubúðir Somos í Mosfellsbæ að líta út.
Svona áttu vinnubúðir Somos í Mosfellsbæ að líta út.

Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur hafnað beiðni Somos ehf. um að fá að reisa starfsmannabúðir fyrir erlenda starfsmenn á Leirvogstungumelum. Þykir slík starfsemi ekki samræmast gildandi deiliskipulagi á svæðinu.

Við afgreiðslu bæjarráðsins á málinu var bæjarstjóra jafnframt falið að ræða húsnæðismál erlends starfsfólks á vettvangi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Morgunblaðið greindi frá áformum Somos í síðasta mánuði en þá kom fram að í fyrsta áfanga gætu risið starfsmannabúðir fyrir um 100 manns. Um er að ræða iðnaðarmenn frá Póllandi sem félagið hafi útvegað stórum verktökum hér á landi en mikil þörf sé á búsetuúrræðum fyrir þessa iðnaðarmenn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert