Fjölnota íþróttahús byggt í Garðabæ

Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar 2018.
Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar 2018. mbl.is/Árni Sæberg

Bygging Urriðaholtsskóla er stærsta einstaka framkvæmdin á vegum Garðabæjar á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun sem samþykkt hefur verið. Alls verður varið 1.875 milljónum til framkvæmda á árinu.

Urriðaholtsskóli tekur til starfa í byrjun næsta árs, fyrst leikskóladeild en skólinn tekur til starfa í áföngum. Einnig verður hafist handa við stækkun Álftanesskóla. Þá verður 300 milljónum varið til að hefja undirbúning við byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri.

Álagningarhlutfall útsvars verður óbreytt á næsta ári, 13,7%. Hins vegar verður álagningarhlutfall fasteignaskatts af íbúðarhúsnæði lækkað úr 0,23 í 0,20% og einnig verður lækkun á álagningu vatnsgjalds og holræsagjalds.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert