Jesú hitaði upp fyrir eigið afmæli

Jesús kíkti við á jólatorgið í dag.
Jesús kíkti við á jólatorgið í dag.

Jólatorgið í Hjartagarðinum í Reykjavík var opnað í dag, en það var Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem opnaði torgið formlega.

Barnakórinn Graudale Futuri söng inn jólandann og jólasveinninn mætti á svæðið ásamt fleiri vættum er tengjast jólunum. Þá mætti Jesús kristur einnig á svæðið og virtist vera að hita upp fyrir sitt eigið afmæli sem nálgast óðfluga. Gestir og gangandi gæddu sér svo á piparkökum og heitu súkkulaði.

Á jólatorginu verður fjölbreyttur varningur í boði,  fallegt handverk, bóndi frá hvalfirði með hangikjöt, jólaskreytingar, ristaðar möndlur, jólatónlist, matarhandverk og krakkar frá Austurbæjarskóla sem eru búin að búa til umbúðapappír og ætla að pakka inn jólagjöfum fyrir gesti og gangandi.

Það er því óhætt að segja að jólatorgið sé notalegur staður til að koma við á aðventunni, drekka í sig jólastemninguna eða bara setjast niður yfir góðri máltíð og hvíla lúin jólabein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert