Éljagangur á Reykjanesbraut

Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði. 

Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum. Snjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut.

Á Vesturlandi er snjóþekja á vegum. Þæfingsfærð er í Hvammsfirði, í Svínadal, á Mýrum og á Laxárdalsheiði. Þungfært er á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Á Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á vegum. Þæfingsfærð er á Steingrímsfjarðarheiði og í Ísafirði, þungfært er yfir Klettsháls og ófært yfir Þröskulda.

Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum, þó meiri snjóþekja vestan til.

Á Austurlandi er víðast greiðfært en hálka á nokkrum fjallvegum. Einnig er greiðfært með suð-austurströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Snjóþekja er á Fjarðarheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert