Að ættleiða höfrung eða fæða barn

Hrund Gunnsteinsdóttir þróunarfræðingur hefur verið hluti af Young Global Leaders …
Hrund Gunnsteinsdóttir þróunarfræðingur hefur verið hluti af Young Global Leaders á World Economic Forum undanfarin ár. Mynd: K100

Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Hún er einnig formaður Tækniþróunarsjóðs Íslands sem gegnir því hlutverki að styðja þróunarstarf og rannsóknir sem stuðla að nýsköpun í íslensku atvinnulífi og eflingu samkeppnishæfni landsins.

The sky is the limit

Hrund hefur verið hluti af Young Global Leaders hjá World Economic Forum frá 2011 og er einnig í alþjóðlegum sérfræðingahópi á vegum World Economic Forum sem fjallar um fjórðu iðnbyltinguna, nýsköpun, vinnumarkað og menntun. Síðasta sumar heimsótti hún svokallað Science Gallery á þeirra vegum, sem mætti kalla nokkurs konar fræðasetur framtíðarinnar. Þar koma saman vísindamenn og listamenn til að sýna nýjungar og spá fyrir um breytingar á komandi árum.

„Science Gallery leiðir saman framúrskarandi vísindamenn og listamenn til að skoða hvaða breytingar eru á sjóndeildarhringnum. Vegna þess að þessari fjórðu iðnbyltingu eru engar skorður settar. Eins og maður segir á ensku, The sky is the limit. Ímyndunaraflið okkar er óþrjótandi og þannig getur framtíðin orðið.“ 

Kona fæðir höfrung

Meðal þess sem Hrund rakst á í vinnuferð sinni var sýning af ólíkum sviðsmyndum sem gætu átt við í náinni framtíð í tengslum við barneignir til að mynda.  „Það eru alltaf fleiri og fleiri í heiminum sem vilja ættleiða dýr. Og við vitum það að alls konar dýrategundir eru að deyja út, meðal annars Maui höfrungarnir. Og ég sá þarna ljósmynd af konu sem var að fæða höfrung í sundlaug. Þannig er ein sviðsmynd sett upp fyrir þá sem ekki vilja fara út í barneignir, vilja ekki eignast húsdýr en geti hugsað sér annað, sem einnig gæti stutt við dýr í útrýmingarhættu. Þetta er líka til að ögra manni og fá mann til að hugsa,“ segir Hrund og bætir við að það sé bara allt mögulegt, þó að það sé margt ómótað í lagalegum skilningi og margt siðferðilegt í kringum allar þessar vangaveltur og hugmyndir. 

„Við erum þegar farin að ræða að genaverkfræða börn,“ segir Hrund og á þar við framtíðarbörn sem verða búin til samkvæmt fyrirfram gefnum beiðnum og hugmyndum verðandi foreldra. 

Fleira skemmtilegt var rætt í Magasíninu.

Viðtalið má hlusta í heild hér að neðan. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert