Umferðartafir á Hellisheiði

Umferðartafir eru á Hellisheiði (Skíðaskálabrekkunni) um óákveðinn tíma en þar lentu saman lítil rúta og jeppi. Ekki er talið að nein slys hafi orðið á fólki en mikið hefur verið um árekstra í allan dag á höfuðborgarsvæðinu.

Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að flytja þó nokkra á sjúkrahús eftir árekstra en enginn hefur slasast alvarlega.

Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir.

Það er víða orðið greiðfært á Norðurlandi vestra en hálka er á Þverárfjalli og á nokkrum  útvegum. Hálkublettir eru á Vatnsskarði og á Siglufjarðarvegi. 

Hálka eða hálkublettir eru víða á Norðausturlandi en greiðfært er í Eyjafirði. Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og hálka með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert