Eldur kviknaði í Straumsvík

mbl.is/Hjörtur

Eldur kviknaði í köplum í álverinu í Straumsvík í nótt. Slökkvilið álversins slökkti eldinn en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er með reykkafara á svæðinu sem eru að kanna hvort nokkurs staðar leynist glóð. Engin hætta var á ferðum og engin slys urðu á fólki.

Mikið álag var í sjúkraflutningum en alls hafa þeir farið yfir fjörutíu síðan í gærkvöldi og eftir miðnætti eru þeir orðnir 24 talsins sem er mjög mikið. Bæði er um veikindi að ræða og fólk sem hefur slasast í miðbænum og víðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert