Skafrenningur á Hellisheiði

Hálkublettir eru á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesbraut en á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum. Skafrenningur og éljagangur er á Hellisheiði og Sandskeiði. Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir.

Það er víða orðið greiðfært á Norðurlandi vestra en hálka er á Þverárfjalli og á nokkrum útvegum. Hálkublettir eru á Vatnsskarði og á Siglufjarðarvegi. Hálka eða hálkublettir eru víða á Norðausturlandi en greiðfært er í Eyjafirði. Á Austurlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og hálka með suðausturströndinni.

Ófært er nyrst á Hvítársíðuvegi (523) við brúna yfir Norðlingafljót, þar flæðir vatn yfir veg.

Þingskálavegur (vegur 268) er ófær vegna vatnaskemmda ofan við bæinn Hóla.

Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert