Kvenhetjusaga kúabónda á leið í tökur

Sömu framleiðendur og gerðu Hrúta koma að gerð Héraðsins. Sigurður …
Sömu framleiðendur og gerðu Hrúta koma að gerð Héraðsins. Sigurður Sigurjónsson fer einnig með hlutverk í myndinni, ásamt fleirum.

Tökur hefjast í Dalabyggð í næstu viku á myndinni Héraðið, The County, í leikstjórn Gríms Hákonarsonar sem jafnframt skrifar handrit.

Aðstandendur myndarinnar eru þeir sömu og gerðu Hrúta, margverðlaunaða kvikmynd er fjallaði um tvo sauðfjárbændur og bræður í afdölum, að því er fram kemur í umfjöllun um kvikmyndatökur þessar í Morgunblaðinu í dag.

Grímar Jónsson hjá Netop Films, aðalframleiðandi Héraðsins, segir þessa mynd vera kvenhetjusögu kúabónda sem geri uppreisn í karllægu samfélagi. Arndís Hrönn Egilsdóttir fer með hlutverk kúabóndans en meðal annarra leikara má nefna Sigurð Sigurjónsson og Svein Ólaf Gunnarsson sem einnig léku í Hrútum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert