Katrín fundaði með Merkel í Berlín

Vel virtist fara á með þeim Katrínu og Merkel á …
Vel virtist fara á með þeim Katrínu og Merkel á blaðamannafundi laust eftir hádegið. AFP

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er stödd í Berlín í Þýskalandi þar sem hún fundaði í dag með Angelu Merkel. Hófst fundurinn kl. 13:00 að íslenskum tíma, en áður en þær Katrín og Merkel funduðu héldu þær stuttan blaðamannafund.

Katrín hélt utan í gær og er heimsókn hennar til Berlínar í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands.
Síðar í dag mun forsætisráðherra taka þátt í fullveldishátíð á vegum sendiráðs Íslands í Berlín og jafnframt ávarpa jafnréttisráðstefnu sem ber yfirskriftina DÓTTIR, þar sem m.a. verður fjallað um samræmingu vinnu og fjölskyldulífs.
Forsætisráðherra mun síðar í dag taka þátt í fullveldishátíð á …
Forsætisráðherra mun síðar í dag taka þátt í fullveldishátíð á vegum íslenska sendiráðsins í Berlín og ávarpa jafnréttisráðstefnu. AFP
Katrín Jakobsdóttir og Angela Merkel á blaðamannafundi áður en fundur …
Katrín Jakobsdóttir og Angela Merkel á blaðamannafundi áður en fundur þeirra hófst. AFP
Angela Merkel tekur á móti Katrínu Jakobsdóttur við kanslarahöllina í …
Angela Merkel tekur á móti Katrínu Jakobsdóttur við kanslarahöllina í Berlín. AFP
Katrín talar og Merkel hlustar á viðstöðulausa þýska þýðingu.
Katrín talar og Merkel hlustar á viðstöðulausa þýska þýðingu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert