Gefur fjármálastefnunni falleinkunn

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Það er alveg ljóst að fjármálastefna ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fær algjöra falleinkunn frá nánast öllum hagsmunaaðilum sem fjallað hafa um hana.“ Svona hófst álit Ágústs Ólafs Ágústssonar fulltrúa Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd um fjármálastefnu 2018 til 2022 sem er til umræðu á Alþingi í dag.

„Fjármálastefnan er sögð vera ógn við stöðugleikann, óraunsæ, ábyrgðarlaus, óvarfærin, ómarkviss, óljós, ósjálfbær, óskýr, ógagnsæ, aðhaldslítil, varasöm og ótrúverðug,“ sagði í áliti  Ágústs.

Í áliti sínu rifjaði hann enn fremur upp ummælin sem nokkrir þingmenn Vinstri grænna, þar á meðal ummæli núverandi forsætisráðherra, höfðu um fjármálastefnu síðustu ríkisstjórnar, sem Samtök atvinnulífsins segja keimlíka þeirri sem nú er lögð fram.

Það kom síðan á daginn að Vinstri græn kvittuðu ekki upp á þessa fjármálastefnu fyrri ríkisstjórnar en þau munu svo sannarlega gera það nú. Og það sem var „spennitreyja“ fyrir ári er víst eitthvað allt annað nú. Það sem var „hægri sinnuð aðhaldspólitík“ eða „íhaldssamt“ fyrir nokkrum mánuðum er það víst ekki lengur. Það getur margt breyst við að fá þrjá ráðherrastóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert