Kynleg glíma kynjanna

Mánaskin slær Pambacin-trúðinn kaldan fyrir framan áhorfendur, sem eru af …
Mánaskin slær Pambacin-trúðinn kaldan fyrir framan áhorfendur, sem eru af báðum kynjum og á öllum aldri – og sumir með snuð. AFP

Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó.

Í landi þar sem karlremban á sér djúpar rætur og konur eru myrtar og þeim nauðgað í þúsundavís á hverju ári, speglar keppnin aukinn styrk kvenna. Glímudrottningarnar eru a.m.k. hvergi bangnar.

Snautaðu aftur inn í eldhús, andskotans kerlingarskassið þitt!“ hrópar æstur aðdáandi í áhorfendastúkunni þegar glímukappi að nafni Moonbeam, eða Mánaskin, í pallíettuskreyttum hlébarðabúningi og háum stígvélum, tekur vinstri krók á andstæðing sinn, beljaka mikinn, sem kallar sig Nazi Warrior, eða Nasista stríðsmann.

Mánaskin lætur frammíköll ekki slá sig út af laginu. Þvert á móti segir hún það „mjög fallegt“ þegar karlkyns aðdáendur hreyta í hana svívirðingum af þessu tagi.

Sjá umfjöllun um glímukeppnina kynlegu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert