950.000 kr. ágreiningur kostar 5 milljónir

Inter Medica vinnur að því að gera fólki með marga …
Inter Medica vinnur að því að gera fólki með marga algengustu sjúkdóma samtímans kleift að ná betri heilsu og meiri lífsgæðum. mbl.is/Jim Smart

„Ég efast um að við hér séum þau einu sem rýna ekki í hverja einustu línu á hverri blaðsíðu á 40 blaðsíðna og flóknum símareikningi sem kemur mánaðarlega. Ég efast um að við séum eina fyrirtækið eða fjölskyldan sem rukkað er um þjónustu sem ekki er veitt,“ segir Kristján Zophoníasson, framkvæmdastjóri Inter Medica ehf í samtali við Morgunblaðið.

Hæstiréttur hefur dæmt Símann til að endurgreiða fyrirtækinu gjald fyrir þjónustu sem það greiddi í mörg ár en var ekki innt af hendi.

Reikningar komu áfram

„Ég fór ekki í þetta mál til að fá peningana til baka. Ég vissi frá upphafi að þótt ég myndi vinna málið myndi kostnaðurinn verða meiri en endurgreiðslukrafan. Var jafnvel tilbúinn til að tapa málinu,“ segir Kristján.

Kristján Zophoníasson segist ekki hafa farið í málið til að …
Kristján Zophoníasson segist ekki hafa farið í málið til að fá peningana til baka.

Áætla má að kostnaður beggja málsaðila fyrir héraðsdómi og Hæstarétti sé samtals 5-6 milljónir króna en krafan hljóðaði upp á um 950 þúsund krónur. Þá er ótalinn kostnaður dómstólanna við málareksturinn en hann er greiddur af ríkinu.

Málið snýst um það að Síminn sá um hýsingu á tölvupósti fyrir Inter Medica ehf., auk annarrar þjónustu. Á árinu 2009 hóf fyrirtækið sjálft að hýsa tölvupóstinn og sagði þjónustunni upp á árinu 2011 en gjald fyrir hýsinguna var áfram á símareikningum allt til þess að Inter Medica náði að stoppa það af á árinu 2016.

Kristján segir að þegar málið uppgötvaðist og óskað var eftir endurgreiðslu hafi Síminn boðist til að endurgreiða sex mánuði. Þá var Síminn búinn að innheimta mánaðarlega í sex eða sjö ár fyrir þjónustu sem ekki var innt af hendi.

Kristján sætti sig ekki við þetta og höfðaði mál sem miðaðist við endurgreiðslu á fjögurra ára ofteknum þjónustugjöldum. Síminn var sýknaður í héraðsdómi, en Hæstaréttur sneri dómnum við. 

Fréttin í heild sinni birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert