Rannsaka tvö atvik á Reykjavíkurflugvelli

Reykjavíkurflugvöllur. Mynd úr safni.
Reykjavíkurflugvöllur. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með til skoðunar tvö atvik sem áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli með skömmu millibili fyrr á þessu ári, þar sem litlu mátti muna að stórslys hefðu orðið að því er greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarnefndinni eru slík mál sjaldgæf, en ber að líta þau alvarlegum augum.

Atvikin sem um ræðir áttu sér stað á Reykjavíkurflugvelli í janúar og í febrúar og eru af svipuðum toga. Í báðum tilfellum var tækjum ekið inn á flugbraut um svipað leyti flugvél var að taka á loft. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert