Áætlunarferðir Herjólfs röskuðust

Herjólf­ur tók niðri við Land­eyja­höfn um hádegi í dag og …
Herjólf­ur tók niðri við Land­eyja­höfn um hádegi í dag og hafði það áhrif á tvær áætlunarferðir ferjunnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Vest­manna­eyja­ferj­an Herjólf­ur tók niðri við Land­eyja­höfn í dag og hafði það áhrif á áætlunarferðir ferjunnar. Atvikið átti sér stað í hádegisferðinni og á Eyjar.net er haft eftir Gunnlaugi Grettissyni, rekstrarstjóra Herjólfs, að af þessum sökum hafi verið tekin ákvörðun um að seinka næstu tveimur brottfarartímum dagsins.

Ferðin sem átti að fara frá Eyjum klukkan 15:30 var farin klukkan 17 og ferðin sem átti að fara frá Landeyjahöfn klukkan 17:10 var farin klukkan 17:45. Eftir það var siglt samkvæmt áætlun.

Dýpkunarskipið Galilei 2000 var utan við Landeyjahöfn og hafði skipstjóri Herjólfs strax samband við kollega sinn þar og því fór dýpkunarvinna strax af stað þar sem Herjólfur tók niðri, að því er fram kemur á Eyjar.net. Þar er einnig haft eftir Gunnlaugi að hann vonast til þess að aðstæður við höfnina fari að komast í sumarástand þar sem sumarið er komið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert