Landaði draumastarfinu

Álfheiði langaði alltaf að verða leikkona þegar hún var yngri …
Álfheiði langaði alltaf að verða leikkona þegar hún var yngri en seinna kviknaði áhugi á leikstjórn. mbl/Arnþór Birkisson

„Mig langar að gera skemmtilegar auglýsingar og frábrugðnar því sem allir eru vanir,“ segir hin 25 ára Álfheiður Marta Kjartansdóttir, nýráðinn leikstjóri hjá Sagafilm. Hún hefur unnið í framleiðslu hjá fyrirtækinu í rúm tvö ár.

Draumurinn rættist þegar Álfheiði var boðin staða auglýsingaleikstjóra á dögunum hjá Sagafilm, þrátt fyrir ungan aldur.

Áhugi Álfheiðar á leikstjórn kviknaði eftir að hún fór í stutt leiklistarnám í Danmörku. „Ég ætlaði alltaf að vera leikkona þegar ég var yngri, það var alltaf málið, en á seinni árum langaði mig í leikstjórn. Í leiklistarnáminu var alltaf sagt við mig að ég væri meiri leikstjóri en leikkona.“

Sjá viðtal við Álfheiði í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert