Sterkur heiðagæsastofn

Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki.
Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki. mbl.is/RAX

Gæsaveiðitímabilið hefst á mánudag, 20. ágúst, og er leyfilegt að skjóta grágæs og heiðagæs. Heiðagæsastofninn er í sögulegu hámarki, segir á vef Umhverfisstofnunar, eða um fimmfalt stærri að talið er en grágæsastofninn.

Út frá sjálfbærni auðlinda eru skotveiðimenn beðnir að hafa þetta í huga ef valið stendur milli þess að skjóta heiðagæs eða grágæs. „Það er spenningur í veiðimönnum og margir fara af stað strax á mánudaginn myndi ég ætla. Þetta er sport sem margir stunda enda skemmtilegt,“ sagði Dúi Landmark skotveiðiáhugamaður í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Gæsir halda sig mikið í lágsveitum á Suðurlandi og þangað sækja veiðimenn mikið. „Þetta er að vísu gjörbreytt frá því sem var; að maður bankaði uppá á sveitabæjunum og fengi leyfi til að fara út á akra að skjóta fugl. Núna greiðir maður fyrir þessar hlunnindanytjar og þarf leyfi,“ segir Dúi, sem telur að gæsin sé nú að færa sig austar á bóginn á Suðurlandssléttunni; jafnvel í sveitirnar austur við Vatnajökul.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert