211 starfsmenn vantar á frístundaheimilin í borginni

Betur hefur gengið með mönnun en í fyrra.
Betur hefur gengið með mönnun en í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aðeins tvö frístundaheimili í Reykjavík eru fullmönnuð fyrir komandi skólaár, en 211 starfsmenn vantar í 103,3 stöðugildi. 15,8 þeirra eru stöðugildi með fötluðum börnum og ungmennum og vantar 33 starfsmenn.

Betur hefur gengið að ráða fólk til starfa í leik- og grunnskóla auk frístundaheimila heldur en í fyrra. 16 grunnskólar eru fullmannaðir, en 20 skólar eru ekki fullmannaðir. Helmingur leikskóla er fullmannaður. Á leikskóla borgarinnar á eftir að ráða í 61,8 stöðugildi og 33,4 stöðugildi á eftir að manna í grunnskólum borgarinnar.

Óvíst er með dagsetningar inntöku 128 leikskólabarna af þeim 1.400 sem hafa fengið boð um vistun í haust, að því er fram kemur í umfjöllun um starfsmannavanda þennan í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert