Einn með allar tölur réttar í jókernum

Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en rúmir 10 milljarðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni.

15 heppnir vinningshafar deila hins vegar með sér öðrum vinningi og fær hver þeirra 23 milljónir króna í sinn hlut. Tólf miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn á Spáni, annar á Ítalíu og sá þriðji í Svíþjóð.

19 hrepptu þriðja vinn­ing og fær hver þeirra í vas­ann rúmar sex millj­ón­ir króna. Eng­inn miðanna var keypt­ur hér á landi.

Einn Íslendingur hrósaði þó happi í jókernum og var með fimm jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hann tvær milljónir króna. Var sá vinningshafi með miðann í áskrift.

Tveir voru síðan með fjór­ar jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð. Voru þeir miðar annars vegar í áskrift og hins vegar keyptir á lotto.is.

Vinn­ingstöl­ur kvölds­ins: 9-12-28-32-48

Stjörnu­töl­urn­ar: 7 og 8

Jóker­töl­urn­ar: 3-5-9-4-5

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert