Perlan með afmælissýningu á Bessastöðum

Leikarar Perlunnar syngja hér afmælissöngin ásamt leikstjóranum Bergljótu Arnalds á …
Leikarar Perlunnar syngja hér afmælissöngin ásamt leikstjóranum Bergljótu Arnalds á Bessastöðum í dag. Fremst í flokki er Elíndís Arnalds Pálsdóttir sem leikur undir á þverflautu. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir

Leikhópurinn Perlan heimsótti Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands á Bessastöðum í dag og hélt þar sýningu í tilefni af 35 ára afmæli hópsins.

Guðni tók vel á móti leikhópnum og bauð upp á afmæliskaffi, en þetta er í fyrsta skipti sem Perlan sýnir verk sín á Bessastöðum. Fyrir valinu voru nokkur stutt verk, meðal annars leikgerð Sigríðar Eyþórsdóttur stofnanda hópsins á ljóðinu Barn eftir Stein Steinarr og ævintýrið um Unga litla.

Leikstjóri hópsins í dag er Bergljót Arnalds og eru Perluleikararnir ellefu talsins.

Leikarar Perlunnar sýna hér verkið Unga litla.
Leikarar Perlunnar sýna hér verkið Unga litla. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, sem kallaður er Fúsi, sýnir hér tilþrif …
Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson, sem kallaður er Fúsi, sýnir hér tilþrif í leik sínum á Bessastöðum, hann hefur verið með Perlunni frá stofnun. Ljósmynd/Lilja Jónsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert