Rákust nærri saman á flugi

Reykjavíkurflugvöllur.
Reykjavíkurflugvöllur. mbl.is/Sigurður Bogi

Litlu munaði að farþegaþyrla með sex manns um borð og kennsluflugvél með tvo um borð rækjust saman yfir Reykjavíkurflugvelli klukkan 14.26 þann 15. nóvember 2014. Þetta kemur fram í lokaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um alvarlegt flugumferðaratvik á Reykjavíkurflugvelli.

Fimm kennsluflugvélar voru að æfa snertilendingar á Reykjavíkurflugvelli þennan dag. Um leið fór einnig fram annars konar atvinnuflug á flugvellinum, bæði flugvélar í áætlunarflugi innanlands og þyrlur í farþegaflugi. Talsverð umferð var því um flugvöllinn. Veðrið var gott.

Flugmaður þyrlunnar OY-HIT var að undirbúa brottför í farþegaflug á Hengilssvæðið. Þyrlan var við flugskýli 3 og í hvarfi frá flugturninum. Að sögn flugmannsins var fjarskiptasamband slitrótt þegar hann lagði inn flugáætlun við flugskýlið. Skömmu eftir að flugturn gaf kennsluflugvélinni TF-FGB heimild til snertilendingar á braut 13 tilkynnti þyrluflugmaðurinn að hann væri tilbúinn til brottfarar. Fjarskiptasendingin var þá mjög slitrótt.

Flugumferðarstjóri gaf þyrlunni leyfi til flugtaks á flugbraut 19 og bað flugmanninn að fylgjast með flugvél í umferðarhring og ítrekaði þau fyrirmæli. Þyrlan hóf hins vegar flugtak á flugbraut 01 og flugturn kallaði þyrluna upp vegna þess, að því er fram kemur í umfjöllun um flugatvik þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert