Bráðabirgðaviðgerðir á Fjordvik hafnar

Bráðabirgðaviðgerðir á skipinu standa nú yfir.
Bráðabirgðaviðgerðir á skipinu standa nú yfir. mbl.is/Eggert

Nú standa bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik yfir, en enn er verið að meta hvaða viðgerðir þarf að ráðast í, að sögn Ásbjarnar Helga Árnasonar, verk­efna­stjóra Vélsmiðju Orms og Víg­lund­ar.

Eig­end­ur og trygg­inga­fé­lög eru mætt á staðinn og eru enn að meta hvort ráðist verði í frekari viðgerðir á skipinu, en áður hefur komið fram að skemmdirnar eru svo miklar að óvíst er hvort borgi sig að gera við skipið. Botn skipsins er töluvert skemmdur.

Flutningaskipið Fjordvik strandaði í Helguvík fyrir tveimur vikum síðan en á fimmtudag var skipið sett í flotkví og mikilli olíu dælt úr vélarrúmi skipsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert