Strekkingsvindur með skúrum

Veðurútlit á hádegi í dag, miðvikudag.
Veðurútlit á hádegi í dag, miðvikudag.

Sunnan- og suðaustanstrekkingsvindur, 10-18 m/s,  með skúrum verður víða um land í dag. Bjartviðri verður þó á Norður- og Austurlandi og hiti á bilinu 5 til 10 stig. Heldur dregur úr vindi og úrkomu er líður á daginn og kólnar þá einnig nokkuð í veðri.

„Langt suður í hafi er mjög kröpp lægð, sem hreyfist hratt norður á bóginn og hvessir af suðaustri í kvöld og nótt þegar hún nálgast landið,“ að því er fram kemur í hugleiðingum vakthafandi veðurfræðings. Lægðin sú mun á morgun sigla þvert yfir land og gengur þá með suðaustanhvassviðri eða -stormi, 15-23 m/s,  og rigningu víða. Verður það helst norðan þar sem helst þurrt lengst af.  

Það hlýnar svo aftur í veðri og verður áfram stíf suðaustanátt og vætusamt fram á helgi, en úrkomulaust að kalla á Norðurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka