Velferðarstyrkur hækkar um 6%

Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um 6%.
Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um 6%. mbl.is/Ómar Óskarsson

Borgarstjórn hefur samþykkt að hækka grunnfjárhæð framfærslustyrks velferðarsviðs um 6% frá næstu áramótum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Mun grunnfjárhæð framfærslustyrks fyrir einstakling þá hækka úr 189.875 krónum á mánuði í 201.268 krónur. Hjá hjónum og sambúðarfólki fer upphæðin úr 284.813 krónum í 301.902 krónur á mánuði.

Áætlaður viðbótarkostnaður velferðarsviðs borgarinnar vegna hækkunarinnar á næsta ári eru tæpar 49 milljónir króna.

Þá var samþykkt að hækka áætlun fjárhagsaðstoðar um rúmlega 94 milljónir króna á næsta ári og mun Reykjavíkurborg þá greiða um 2,2 milljarða króna vegna fjárhagsaðstoðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert