Björguðu kindum úr sjálfheldu

Björgunarsveitarfólk björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík kom fjórum rollum til bjargar …
Björgunarsveitarfólk björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík kom fjórum rollum til bjargar í gærkvöldi. Skjáskot

Sextán björgunarsveitarmenn úr Grindavík björguðu fjórum kindum úr sjálfheldu á klettasyllu í Bæjarfelli við Krísuvík í gærkvöldi. Talsmaður björgunarsveitarinnar segir að  kletturinn sé um 30 metra hár og voru kindurnar fastar á syllunni um átta metra neðan við bjargbrún.

Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að björgunarsveitin hefði fengið ábendingu um kindurnar frá fjárbændum. 

„Við kíktum á mánudaginn en þá var mikil snjókoma og við vorum ekki með allar græjur,“ segir Bogi en björgunarsveitarfólk fjölmennti daginn eftir, í gær, og þá við góð veðurskilyrði.

„Við settum upp viðeigandi tryggingar og sigum að þeim,“ segir Bogi sem er feginn því að kindurnar hafi ekki fælst þegar björgunarsveitarmenn nálguðust og farið fram af syllunni. „Þær voru rólegar þannig að við náðum að draga þær upp.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert