Börnin blómstra í íþróttastarfinu

Hekla Björk Hólmarsdóttir naut sín á kynningunni í Klettaskóla.
Hekla Björk Hólmarsdóttir naut sín á kynningunni í Klettaskóla. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Að stunda íþróttir er börnum mikilvægt og þroskandi en fötlunar eða annarra ástæðna vegna finna sum sig ekki á hefðbundum æfingum. Þeim hópi er nauðsynlegt að mæta og allir eru velkomnir til okkar,“ segir Hildur Arnar hjá Íþróttafélaginu Ösp.

Efnt var til kynningar á vegum félagsins í íþróttahúsi Klettaskóla í Öskjuhlíð í Reykjavík síðastliðinn laugardag þar sem foreldrum og börnum bauðst að prófa sig í ýmsum íþróttagreinum. Í dag taka alls um 180 einstaklingar þátt í starfi félagsins en á þess vegum er hægt að æfa sund, frjálsar íþróttir, keilu, boccia, nútímafimleika, listdans á skautum og fótbolta en til stendur að bæta við fleiri greinum.

„Sumir sem æfa með okkur eru með líkamlega fötlun eða þá kannski blindir eða heyrnarlausir. Aðrir kunna svo að vera með greiningar eins og til dæmis AD/HD eða eru á einhverfurófinu. Falla því kannski ekki í hópinn og þurfa stuðning sem góðir þjálfarar okkar geta veitt. Sé líka haldið vel utan um þessa einstaklinga þá blómstra þau algjörlega og geta sum hver þegar fram í sækir tekið þátt í almennu starfi íþróttafélaganna. Að sjá slíkt gerast er mjög ánægjulegt,“ segir Hildur.

Sjá viðtal við Hildi í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert