Með Sigfús í eyrum í Arizona

Lauren Valenzuela vildi vísa í íslenskar rætur sínar þegar hún …
Lauren Valenzuela vildi vísa í íslenskar rætur sínar þegar hún valdi nafn á hönnunarfyrirtæki sitt. Hún á líka hund sem heitir Ragnar. Hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum og hefur alið manninn í Arizona mestalla sína tíð, segist sjálf vera „barn eyðimerkurinnar“. Ljósmynd/Aðsend

Í eyðimörkinni í Tuscon í Arizona býr skartgripahönnuðurinn Lauren Valenzuela og rekur þar hönnunarfyrirtæki sitt sem heitir hvorki meira né minna en Sigfús Designs.

Nafnið Sigfús stendur hjarta Lauren Valenzuela nærri enda er það millinafn föður hennar og nafn langafa hennar. Þegar hún stofnaði eigið fyrirtæki í kringum skartgripahönnun sína vildi hún að nafnið vísaði í íslenskar rætur hennar.

„Ég stofnaði Sigfús Designs á erfiðum tíma í lífi mínu. Ég hef alltaf vitað að mér líður best þegar ég er að skapa og fæ að vera frjáls í listsköpun minni. Ég fór að prófa mig áfram með ólíka miðla og á vegi mínum varð tiltekin tegund af leir sem kallaður er polymer-leir. Mér leið vel að vinna með hann og strax urðu ýmsar útgáfur skartgripa til. Þetta þróaðist fljótlega yfir í fyrirtæki þegar vinir og fjölskylda fóru að spyrja mig út í eyrnalokkana sem ég var að búa til. Þegar kom að því að nefna fyrirtækið lá beint við að það fengi nafnið Sigfús,“ segir hún í samtali við Sunnudagsblaðið.

Hún segist alltaf hafa verið meðvituð um það að forfeður föður hennar hafi komið frá Íslandi. 

Mikilvægt að vísa í íslensku ræturnar

„Sem barn lærði ég um uppruna minn. Pabbi minn sagði okkur frá íslensku rótunum og við lærðum ýmislegt um íslenska menningu. Við höfum alltaf verið stolt af því hver við erum. Langafi minn hét Sigfús Ólafsson og pabbi ber nafnið Sigfús sem millinafn. Það var mikilvægt fyrir mig að láta rætur mínar koma fram í nafninu á fyrirtækinu og ég vildi nafn sem enginn annar væri að nota.“

Hluti af hönnun Lauren Valenzuela.
Hluti af hönnun Lauren Valenzuela. Ljósmynd/Aðsend
Nánari umfjöllun er að finna í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kom út 22. mars. 
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert