Búið að opna að Dettifossi

Mikið vatnsrennsli hefur verið við Dettifoss undanfarna daga, en nú …
Mikið vatnsrennsli hefur verið við Dettifoss undanfarna daga, en nú er búið að opna aftur fyrir umferð að fossinum. Ljósmynd/Vatnajökulsþjóðgarður

Búið er að opna fyrir umferð um Dettifossveg frá Þjóðvegi 1 og norður að fossinum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs.

Þar segir einnig að aðstæður á gönguleiðum við Dettifoss séu „vægast sagt fjölbreyttar“ og að það skiptist á þurrir kaflar, aurbleyta, svellbunkar og pollar, þannig að sumsstaðar þurfi ferðalangar að víkja af stígum og klöngrast um grjót, en að á öðrum stöðum sé búið að leggja mjóar plankabrýr yfir slæma kafla.

„Það krefst því nokkuð góðs fótaburðar að fara um svæðið og við hvetjum því ferðalanga að sýna fyllstu aðgát,“ segir í færslu þjóðgarðsins, sem lesa má hér að neðan.

<iframe src="https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2FVatnajokulsthjodgardur%2Fposts%2F2710339395649841&width=500" width="500" height="631" style="border:none;overflow:hidden" scrolling="no" frameborder="0" allowTransparency="true" allow="encrypted-media"></iframe>

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert