Keyra hring eftir hring í mótmælaskyni

Borg­ar­yf­ir­völd telja að vegna fá­menn­is í Keldu­skóla - Korpu sé …
Borg­ar­yf­ir­völd telja að vegna fá­menn­is í Keldu­skóla - Korpu sé ekki hægt að halda úti þeim gæðum náms, kennslu og fé­lag­steng­inga sem sviðið telji æski­leg. Ljósmynd/Ófeigur Lýðsson

Boðað hefur verið til mótmæla vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í norðanverðum Grafarvogi, þar sem til stendur að loka Kelduskóla - Korpu, í fyrramálið.

Mótmælin fara þannig fram að foreldrar, íbúar og aðrir sem láta sig málið varða ætla að setjast upp í bíla sína og keyra frá hringtorginu við Bláu sjoppuna, upp í Kelduskóla Vík og þaðan í Vættaskóla, hring eftir hring, á milli kl. 7:50 og 8:30.

Hringurinn sem mótmælendur hyggjast keyra.
Hringurinn sem mótmælendur hyggjast keyra. Kort/Af Facebook-síðu viðburðarins

Með þessu sýnum við hve mikið umferð og mengun mun aukast ef þessar breytingar ná framgangi,“ segir í lýsingu viðburðarins. 

Á sjöunda tug einstaklinga segist ætla að taka þátt í mótmælunum og hafa á annað hundrað til viðbótar lýst áhuga sínum og má því búast við mikilli umferð við Keldu- og Vættaskólaskóla í fyrramálið. 

Of fámennur skóli til að halda úti gæðum

Þátttakendur eru hvattir til að aka sérstaklega varlega þar sem börn, sem þurfi að þvera óupplýstar og ómerktar götur, séu á leið í skóla.

Borg­ar­yf­ir­völd telja að vegna fá­menn­is í Keldu­skóla - Korpu sé ekki hægt að halda úti þeim gæðum náms, kennslu og fé­lag­steng­inga sem sviðið telji æski­leg. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg er 61 nem­andi í Keldu­skóla - Korpu í 1.-7. bekk.

Viðburður fyrir mótmælin á Facebook

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert