Listin lítur dagsins ljós

Átta grunnskólar keppa til úrslita í kvöld en myndin var …
Átta grunnskólar keppa til úrslita í kvöld en myndin var tekin á einu undanúrslitakvöldi keppninnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálfsmynd, umhverfismál, stríð og ranghugmyndir um unglinga eru meðal þeirra málefna sem ungmenni úr grunnskólum Reykjavíkur munu kryfja á listrænan hátt á úrslitakvöldi Skrekks, hæfileikahátíðar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.

Keppnin fer fram í Borgarleikhúsinu í kvöld klukkan 20.00 og verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV, en þetta er í 30. sinn sem Skrekkur er haldinn.

„Skrekkur er ekki bara hæfileikakeppni heldur langt sköpunarferli, sem skapar vettvang fyrir listræna tjáningu ungs fólks,“ segir Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri barnamenningar. Hún segir keppnina fela í sér heilbrigt starf sem kemur inn á marga þætti í lífi unglinganna. „Þau eru að tjá sig um það sem þeim þykir mikilvægast,“ segir hún.

Sjá viðtal við Hörpu Rut í  heild á baksíðu Mmorgunblaðsins í dag.

Margir uppgötva ástríðu sína á sviði leiklistar í Borgarleikhúsinu.
Margir uppgötva ástríðu sína á sviði leiklistar í Borgarleikhúsinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert