Kristján Þór kemur fyrir nefnd á morgun

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, Kristján Þór Júlí­us­son, hef­ur verið boðaður á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is á morgun klukkan 15:00 þar sem Samherjamálið verður rætt.

Þetta staðfesti Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG og formaður nefndarinnar, í samtali við mbl.is.

Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Lilja Rafney Magnúsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hún sagði að fundurinn yrði ekki opinn, enda hefði ekki komið fram beiðni um slíkt.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG, óskaði eftir því um helgina að Kristján kæmi á fund nefndarinnar til að fara yfir áhrif Samherjamálsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert