Brugðist við af skynsemi, ábyrgð og virðingu

Stjarnan sem af afhjúpuð í sumar.
Stjarnan sem af afhjúpuð í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

„Ef einhverjum finnst einhver líkindi vera þá bregðumst við við af skynsemi, ábyrgð og virðingu,“ segir Páll Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Bæjarbíós, í samtali við mbl.is, en greint hefur verið frá því að búið sé að fjarlægja stjörnu sem var lögð í stéttina við Bæjarbíó til heiðurs Björgvini Halldórssyni. 

Fram kom í fundargerð bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar að viðskiptaráðið í Hollywood hefði sett sig í samband við bæjaryfirvöld í sumar og gert athugasemdir við málið og sagt að þarna væri um brot á höfundarréttarvörðu efni að ræða, því stjarnan væri of lík stjörnunum sem sé að finna í Frægðargötunni í Hollywood (e. Hollywood walk of fame). Bærinn brást við með því að fjarlægja stjörnuna. 

„Við berum fulla ábyrgð á málinu, Hafnarfjarðarbær á stéttina,“ segir …
„Við berum fulla ábyrgð á málinu, Hafnarfjarðarbær á stéttina,“ segir Páll Eyjólfsson í samtali við mbl.is. Málið verður skoðað og brugðist við af skynsemi og virðingu. mbl.is/Júlíus

Páll segir segir í samtali við mbl.is, að brugðist hafi verið við um leið og rætt hafi verið við hann og forsvarsmenn Bæjarbíós um að í Bandaríkjunum teldu menn að líkindi væru höfundarréttarvörðu efni.

„Að sjálfsögðu bregðumst við við meðan ekki er búið að tala saman um hvað þetta mögulega er,“ segir hann.

„Ég sem framkvæmdastjóri rek líka umboðsskrifstofuna Prime, sem í 20 ár hefur eingöngu sinnt stærstu listamönnum þjóðarinnar sem vinna allir í höfundarvörðu umhverfi. Allir sem koma inn fyrir húsið vinna í sama umhverfi. Við erum náttúrulega að svara því að við erum ekki hér, í eina einustu sekúndu, til að brjóta höfundarrétt,“ bætir Páll við. 

„Ef einhverjum finnst einhver líkindi vera þá bregðumst við við af skynsemi, ábyrgð og virðingu,“ segir hann ennfremur. Í því felist engin viðurkenning á broti „enda vorum við ekkert á leiðinni þangað,“ segir Páll. Engin endanleg niðurstaða liggi því fyrir en málið er til umfjöllunar í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert