Sjáðu „sprengilægðina“ fara yfir Sæbraut

Búist er við því að sjór og jafnvel grjót og …
Búist er við því að sjór og jafnvel grjót og þang gangi yfir Sæbraut þegar óveðrið gengur yfir síðdegis og í kvöld. Skjáskot/Youtube

Upplýsingatæknifyrirtækið Advania hefur komið upp beinu streymi frá Sæbraut þar sem hægt verður að fylgjast með lægðinni fara yfir. Gert er ráð fyrir að loka þurfi Sæbraut að hluta vegna mikils ágangs sjávar á vegi. 

Veðursíðan Severe Weather Europe lýsir aftakaveðrinu sem „bombogenesis cyclone“, eða „sprengilægð“.

Ein­ar Svein­björns­son veður­fræðing­ur sagði í sam­tali við mbl.is í gær­kvöld að við aðstæður eins og þær sem lík­lega skap­ast síðdeg­is í dag ýf­ðist sjór­inn upp í Kollaf­irði og ald­an skylli á Sæ­braut­inni.

Svona lagað ger­ist ekki oft, en gerðist lík­lega síðast í „Höfðatorgs­veðrinu“ 2. nóv­em­ber 2012, að sögn Einars. 

Sam­hæf­ing­ar­stöð al­manna­varna í Skóg­ar­hlíð hefur verið virkjuð og hefur rík­is­lög­reglu­stjóri lýstr yfir óvissu­stigi á land­inu vegna aftakaveðurs. Fólk er vinsamlegast beðið að halda sig innan dyra eftir klukkan 15. 

Hægt er að fylgjast með lægðinni á ýmsa vegu, til að mynda á vefmyndavélum Vegagerðarinnar og Mílu

Einnig er hægt að sjá ferðir lægðarinnar á gagnvirku korti Windy: 

 

 

 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert